Hoppa yfir valmynd
Utanríkisráðuneytið

Ísland styður við fjölskylduáætlanir og veitir framlög til Mannfjöldasjóðs SÞ í Sýrlandi

Fjölskylduáætlanir - myndStofnun Bill og Melindu Gates

Alþjóðleg ráðstefna um fjölskylduáætlanir fór fram í London í dag. Ráðstefnan er haldin af þróunarmálaráðuneyti Bretlands, Mannfjöldasjóð Sameinuðu þjóðanna og Styrktarsjóð Bill og Melindu Gates . Er þetta í annað skipti sem slík ráðstefna er haldin, en samskonar ráðstefna var haldin árið 2012, einnig í London.

Eins og nafnið gefur til kynna er meginþema ráðstefnunnar mikilvægi þess að tryggja aðgengi að þjónustu er tengist fjölskylduáætlunum, bæði í formi fræðslu og getnaðarvarna. Vitað er að slík þjónusta hefur víðtæk áhrif sem teygja anga sína til allra þátta samfélagsins; bjargar mannslífum og styrkir stöðu kvenna. Þannig kemur öruggt aðgengi að getnaðarvörnum í veg fyrir óvelkomnar þunganir sem leitt geta til óöruggra fóstureyðinga. Með slíku aðgengi get konur stjórnað fjölda og tíðni þungana, kosið t.d. að ljúka skólagöngu og tryggja sér betri efnahagslega afkomu. 

Þetta er ekki síst mikilvægt þar sem neyðarástand ríkir en áhersla hefur verið lögð á slíkar aðstæður á ráðstefnunni. Ráðstefnan er liður í átakinu "Family Planning 2020" sem hefur að markmiði að uppfylla þörf 120 milljón kvenna og stúlkna fyrir framangreinda þjónustu fyrir árið 2020.

Stefán Haukur í ræðustól

Stefán Haukur Jóhannesson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, tók þátt í ráðstefnunni fyrir hönd Íslands. Í ræðu sinni lagði hann áherslu á mikilvægi þess að tryggja kyn- og frjósemisheilbrigði og -réttindi fyrir árið 2030 í samræmi við Heimsmarkmið SÞ, en þessi málaflokkur er í öndvegi í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands. Á ráðstefnunni greindi hann frá áformum Íslands um að efla stuðning við fjölskylduáætlanir í tvíhliða samstarfi Íslands við Malaví og Úganda auk þess sem hann tilkynnti um framlag Íslands til starfsemi UNFPA í Sýrlandi að upphæð 1 milljón bandaríkjadala sem greitt verður á næstu fimm árum (2018-2022). Stofnunin veitir mikilvæga þjónustu tengda fjölskylduáætlunum í Sýrlandi og nágrannaríkjum en skortir fjármagn miðað við ríkjandi þörf.

 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið - mynd
Heimsmarkmið - mynd
Heimsmarkmið - mynd
Heimsmarkmið - mynd

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira