Hoppa yfir valmynd
19. júlí 2017 Forsætisráðuneytið

Umsækjendur um embætti framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu

Tíu sóttu um embætti framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu sem velferðarráðuneytið auglýsti laust til umsóknar 24. júní síðastliðinn.

Jafnréttisstofa starfar samkvæmt lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008. Verkefni stofunnar eru fjölmörg, meðal annars að hafa eftirlit með framkvæmd laganna, annast fræðslu og upplýsingastarfsemi, veita ráðgjöf í jafnréttismálum og fylgjast með þróun jafnréttismála í þjóðfélaginu. Framkvæmdastjóri annast daglega stjórn Jafnréttisstofu og ræður starfsfólk hennar.

Umsækjendur um embætti framkvæmdastjóra eru eftirtaldir:

  • Anna Bryndís Sigurðardóttir, sérfræðingur á fjölskyldusviði Akureyrarbæjar
  • Arndís Bergsdóttir, MA í safnafræði
  • Guðrún Ósk Þorbjörnsdóttir, sérfræðingur hjá Atlantshafsbandalaginu
  • Halla Gunnarsdóttir, fyrrv. skrifstofustjóri Women's Equality Party
  • Hákon Þór Elmers, BS í viðskiptalögfræði
  • Helga Björg Ragnarsdóttir, skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra og borgarritara
  • Katrín Björg Ríkarðsdóttir, aðstoðarmaður bæjarstjóra
  • Sara Dögg Svanhildardóttir, ráðgjafi í menntamálum
  • Sigurður Guðjónsson, aðjúnkt við viðskiptadeild HA
  • Sonja Ýr Þorbergsdóttir, lögfræðingur hjá BSRB

Einn umsækjandi dró umsókn sína til baka.

Ráðgefandi hæfnisnefnd, skipuð þremur einstaklingum, mun meta hæfni umsækjenda og skila greinargerð til félags- og jafnréttismálaráðherra. Nefndin starfar samkvæmt reglum um ráðgefandi nefndir er meta hæfni umsækjenda um embætti við Stjórnarráð Íslands.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum