Hoppa yfir valmynd
Félagsmálaráðuneytið

Könnun á kostnaðarþátttöku vegna skólagagna

Velferðarvaktin fól nýverið Maskínu að gera könnun hjá sveitarfélögum landsins um kostnaðarþátttöku grunnskólanema varðandi skólagögn s.s. ritföng og pappír. Sveitarfélög landsins eru hvött til að svara þeim spurningum sem Maskína sendi þeim nýverið. Velferðarvaktin hefur á síðustu árum lagt áherslu á að sveitarfélög haldi kostnaði heimila vegna skólasóknar barna í lágmarki í þeim tilgangi að koma til móts við þá sem standa höllum fæti í þjóðfélaginu. Þannig komi bágur efnahagur heimilisins síður niður á námi og lífi barna. Í upphafi hvers skólaárs hafa flest sveitarfélög beðið nemendur um að útvega ýmis skólagöng s.s. ritföng og pappír. Upplýsingaöflun Sambands íslenskra sveitarfélaga meðal sveitarfélaga hefur leitt í ljós að árleg kostnaðarþátttaka grunnskólanema er misjöfn eftir skólum og milli árganga frá því að vera engin og upp í 22.300 kr. á nemanda skólaárið 2015–2016. Velferðarvaktinni er kunnugt um að nokkur sveitarfélög hafa lagt slíka kostnaðarþátttöku af og önnur hafi áform um lækkun hennar. Könnunin sem nú stendur yfir mun gefa fyllri mynd af stöðunni og verða niðurstöður hennar birtar hér á vefsvæði Velferðarvaktarinnar í ágúst.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira