Hoppa yfir valmynd
25. júlí 2017 Forsætisráðuneytið

Hamingjustund með Sri Sri Ravi Shankar

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og Sri Sri Ravi Shankar, friðarerindreki - mynd

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra átti fund í dag með indverska friðarerindrekanum Sri Sri Ravi Shankar. Þeir ræddu meðal annars um hamingjuna en Ravi Shankar og samtök hans hafa hana að leiðarljósi í starfi sínu. Forsætisráðherra segir fundinn hafa verið ánægjulegan ekki síst sökum þess að Ravi Shankar telji að Íslendingar hafi allar forsendur til að vera hamingjusamasta þjóð í heimi.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum