Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Framlengdur umsagnarfrestur um reglugerðardrög um fjármál sveitarfélaga

Framlengdur hefur verið frestur til að veita umsögn um drög að tveimur reglugerðum er varða fjármál sveitarfélaga. Er hann framlengdur til og með 18. ágúst næstkomandi og skulu umsagnir berast á netfangið [email protected].

Breytingarnar snúast annars vegar um reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga og hins vegar um reglugerð um fjárhagsleg viðmið og eftirlit með fjármálum sveitarfélaga.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn