Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Nýr aðstoðarmaður mennta- og menningarmálaráðherra

Karl Frímannsson - mynd

Karl Frímannsson hefur verið ráðinn tímabundið sem aðstoðarmaður mennta- og menningarmálaráðherra, í fjarveru Ingu Hrefnu Sveinbjarnardóttur sem er í fæðingarorlofi.

Karl hefur viðamikla reynslu bæði úr stjórnsýslu- og menntakerfinu. Hann starfaði hjá Akureyrarbæ, fyrst sem fræðslustjóri og síðar þróunarstjóri en áður var hann skólastjóri Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit í þrettán ár. Árin 2014-2016 gegndi Karl starfi sveitarstjóra Eyjafjarðarsveitar og frá árinu 2016 hefur hann unnið sem sjálfstætt starfandi ráðgjafi á sviði menntamála. Karl hefur sinnt ýmsum stjórnarstörfum fyrir félög og stofnanir, m.a. sat hann í stjórn Leikfélags Akureyrar 2002-2008 og var stjórnarformaður Hofs menningarfélags frá 2008-2012.

Karl lauk meistaraprófi í stjórnun menntastofnana frá Háskólanum á Akureyri árið 2010 en áður lauk hann prófi í íþróttafræðum við Íþróttaháskóla Noregs árið 1992. Hann er kvæntur Bryndísi Björgu Þórhallsdóttur og eiga þau þrjá syni. 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn