Hoppa yfir valmynd
15. ágúst 2017 Dómsmálaráðuneytið

Tveir nýir skrifstofustjórar í dómsmálaráðuneytinu

Berglind Bára Sigurjónsdóttir (t.v.) og Ragna Bjarnadóttir. - mynd

Embætti tveggja skrifstofustjóra hjá dómsmálaráðuneytinu voru auglýst 16. júní sl. og bárust alls 33 umsóknir. Þrír umsækjendur drógu umsóknir sínar til baka.

Niðurstaða valnefndar sem dómsmálaráðherra skipaði var að mæla með 6 umsækjendum sem teldust hæfastir til að gegna embættunum. Þeirra á meðal voru þær Berglind Bára Sigurjónsdóttir, skrifstofustjóri hjá umboðsmanni Alþingis, og Ragna Bjarnadóttir, lögfræðingur hjá dómsmálaráðuneytinu. Dómsmálaráðherra mun á næstu dögum skipa þær í stöður skrifstofustjóra.

Berglind Bára Sigurjónsdóttir lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 2006 og hóf í kjölfarið störf sem lögfræðingur hjá umboðsmanni Alþingis. Frá árinu 2010 hefur hún starfað sem löglærður skrifstofustjóri hjá embættinu. Hún hefur jafnframt verið stundakennari á ýmsum námskeiðum á meistarastigi við lagadeild HÍ, stjórnmálafræðideild HÍ og hjá Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála.

Ragna Bjarnadóttir lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 2006 og meistaraprófi frá Oxfordháskóla 2009. Ragna var aðstoðarsaksóknari hjá embætti ríkissaksóknara árin 2006 til 2008, aðstoðarsaksóknari og deildarstjóri hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 2009-2010, var lögfræðingur hjá Mannréttindasdómstóli Evrópu 2011 til 2014 og hefur verið stundakennari við lagadeildir HÍ og Háskólans í Reykjavík. Frá árinu 2016 hefur Ragna starfað sem lögfræðingur í innanríkisráðuneytinu, nú dómsmálaráðuneytinu.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum