Dómsmálaráðuneytið

Embætti skrifstofustjóra Landsréttar auglýst

Landsréttur hefur auglýst laust til umsóknar embætti skrifstofustjóra Landsréttar. Umsóknarfrestur um embættið er til 8. september næstkomandi.

Hér fer á eftir auglýsing Landsréttar

Landsréttur auglýsir laust til umsóknar embætti skrifstofustjóra Landsréttar.  Landsréttur tekur til starfa 1. janúar 2018 á grundvelli laga nr. 50/2016, um dómstóla.  Skrifstofustjóri stýrir daglegum rekstri dómstólsins eftir nánari ákvörðun forseta réttarins og í umboði hans, auk þess að gegna öðrum störfum sem forseti kann að mæla fyrir um, sbr. 23. gr. laga nr. 50/2016.  Skrifstofustjóri mun koma að undirbúningi og skipulagningu Landsréttar með forseta og dómurum réttarins og æskilegt að hann geti hafið störf sem fyrst. 

Hæfniskröfur:

  • Embættispróf í lögfræði eða grunnnám ásamt meistaraprófi í lögum.
  • Þekking og reynsla á sviði réttarfars og stjórnsýslu. 
  • Þekking á rekstri og starfsemi dómstóla.
  • Stjórnunarhæfileikar, samskiptahæfni og skipulögð vinnubrögð.
  • Góð íslenskukunnátta og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.
  • Tölvufærni og þekking á sviði upplýsinga- og tæknimála.

Forseti Landsréttar skipar í embættið til fimm ára. Laun og starfskjör skrifstofustjóra fara eftir ákvörðun stjórnar dómstólasýslunnar.

Umsóknarfrestur er til 8. september 2017. Áskilið er að umsóknir og fylgigögn berist með rafrænum hætti á netfangið [email protected]

Nánari upplýsingar veitir Hervör Þorvaldsdóttir forseti Landsréttar, [email protected]

Sjá einnig

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn