Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Skipun starfshóps um gerð bókmenningarstefnu

Kristján Þór Júlíusson mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað starfshóp um gerð bókmenningarstefnu þar sem íslensk bókaútgáfa og aðstæður hennar verða skoðaðar. Tryggja þarf að áfram komi út fjölbreytt úrval bóka á íslensku og tryggt verði að áfram verði kleift að gefa hérlendis út vönduð fræðirit og kennsluefni.

Starfshópurinn skal skila tillögum um:

 • hvernig stuðningskerfi rithöfunda sé best háttað,
 • námsbækur og hvernig útgáfu þeirra sé best háttað,
 • rafrænt lesefni og hljóðbækur,
 • útgáfu barnabóka með sérstöku tilliti til myndskreyttra- og léttlestrarbóka,
 • hvernig auka megi kaup safna á bókakosti,
 • annað sem starfshópurinn telur brýnt í þessu skyni. 

Starfshópurinn er þannig skipaður:

 • Kristrún Lind Birgisdóttir formaður, skipuð án tilnefningar
 • Páll Valsson, skipaður án tilnefningar,
 • Egill Örn Jóhannsson, tilnefndur af Félagi íslenskra bókaútgefenda,
 • Kristín Helga Gunnarsdóttir, tilnefnd af Rithöfundasambandi Íslands,
 • Salka Guðmundsdóttir, tilnefnd af Miðstöð íslenskra bókmennta,
 • Jón Yngvi Jóhannsson, tilnefndur af Hagþenki,
 • Sigurður Guðmundsson, tilnefndur af fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Í skipunarbréfi er mælst er til þess að starfshópurinn ljúki störfum eigi síðar en 1. desember 2017.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn