Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Sameining og/eða aukið samstarf kynningarmiðstöðva listgreina

Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur ákveðið að láta kanna til hlítar kosti og galla sameiningar og/eða nánara samstarfs  kynningarmiðstöðva listgreina til að efla enn frekar starfsemi þeirra. Um er að ræða Kvikmyndamiðstöð Íslands, Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar, Miðstöð íslenskra bókmennta, Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar, Tónverkamiðstöð og Hönnunarmiðstöð Íslands. Undir þessa starfsemi falla einnig sviðslistir, Handverk og hönnun og áhugaleikfélög.

Sigrúnu Lilju Guðbjartsdóttur hefur verið falið að leiða verkefnið. Hún fær til liðs við sig vinnuhóp sem verður skipaður fulltrúum framangreindra aðila auk fulltrúa atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, utanríkisráðuneytis, Bandalags íslenskra listamanna, Íslandsstofu og mennta- og menningarmálaráðuneytis. Gert er ráð fyrir að samantekt og tillögur liggi fyrir eigi síðar en 1. júní 2018.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn