Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Tók fyrstu skóflustungu að hjólastíg í Eyjafjarðarsveit

Jón Gunnarsson tekur fyrstu skóflustunguna að hjólreiðastíg í Eyjafjarðarsveit. - mynd

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hélt í morgun 500. fund sinn og með því að hefja framkvæmdir við hjólastíg sem tengir sveitarfélagið við Akureyri. Jón Gunnarsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra tók fyrstu skóflustunguna.

Gerð hjólastígsins er samvinnuverkefni Eyjafjarðarsveitar og Vegagerðarinnar sem leggja jafn mikið fé í verkið og sá Vegagerðin um hönnun. Við ahöfn í morgun sögðu forráðamenn sveitarfélagsins að lagning hjólastígsins væri í senn mikið öryggisatriði og að með honum væri komið til móts við sífellt aukna umferð hjólreiðamanna. Undir það tóku vegamálastjóri og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og sagði Jón Gunnarsson verkið einstaklega mikilvægt. Þakkaði hann heimamönnum fyrir frumkvæði þeirra og þann áhuga sem þeir hefðu sýnt á verkinu.

Ráðherra átti einnig fund með fulltrúum sveitarstjórnar þar sem rætt var um sveitarstjórnar- og samgöngumál. Þar kom sú hugmynd heimamanna að þjóðvegurinn sem nú liggur í gegnum Hrafnagilshverfið verði í framtíðinni færður til austurs niður undir Eyjarfjarðará til að færa umferðina út úr hverfinu.

  • Frá athöfn í Hrafnagili þar sem tekin var fyrsta skóflustunga að hjólreiðastíg milli Hrafnagils og Akureyrar.
  • Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra flutti ávarp við athöfnina.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn