Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Mennta- og menningarmálaráðherra sótti leiki Íslands í Finnlandi

Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ, Lilja Sigurðardóttir formaður Afrekssjóðs ÍSÍ, Hannes S. Jónsson formaður Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ) og Guðbjörg Norðfjörð varaformaður undirrituðu viðauka við samning ÍSÍ og KKÍ um viðbótarframlag úr Afrekssjóði ÍSÍ  til sambandsins, að viðstöddum Kristjáni Þór Júlíussyni mennta- og menningarmálaráðherra og Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra.  - mynd

Mikil íþróttaveisla fór fram í Finnlandi um helgina þegar karlalandslið Íslands í körfuknattleik keppti á lokamóti EM (EuroBasket 2017) og karlalandsliðið í knattspyrnu spilaði gegn Finnlandi í undankeppni HM 2018. Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, var viðstaddur leiki íslensku landsliðanna.

Nokkur þúsund Íslendingar voru samankomnir í miðborg Helsinki í aðdraganda leikjanna og þrátt fyrir að úrslit helgarinnar hafi ekki verið Íslendingum hliðholl ríkti góður og jákvæður andi meðal stuðningsmanna.

Kristján Þór og Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, hittu forsætisráðherra Finnlands, Juha Sipilä, á óformlegum fundi að loknum leik Íslands og Frakklands í EM í körfubolta. Ráðherrarnir voru einnig viðstaddir undirritun samnings ÍSÍ og KKÍ um fyrsta framlag úr Afrekssjóði ÍSÍ sem úthlutað er á grundvelli nýrra reglna sjóðsins. Á næstu vikum verður úthlutað í áföngum úr Afrekssjóði ÍSÍ til einstakra sérsambanda.

  • Ráðherra heimsótti stuðningsmannasvæðið sem skipulagt var í tengslum við Evrópumeistaramótið í körfubolta. Með honum á myndinni eru þau Hannes S. Jónsson og Guðbjörg Norðfjörð.
  • Antti Zitting, formaður finnska körfuknattleikssambandsins, Kristján Þór, Juha Sipilä forsætisráðherra Finnlands, Bjarni Benediktsson, Hannes Jónsson og Guðbjörg Norðfjörð.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn