Hoppa yfir valmynd
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Ráðherra fundar með sveitarfélögum um þjóðgarð á miðhálendinu

Síðasti fundurinn var haldinn á Karlsstöðum í Berufirði - mynd

Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur síðustu mánuði fundað með þeim sveitarfélögum sem eiga land að miðhálendinu vegna þeirrar vinnu sem fer fram í ráðuneytinu þar sem kannaðar eru forsendur fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Alls eiga 22 sveitarfélög stjórnsýslumörk innan miðhálendislínunnar.

Fundirnir voru haldnir í Aratungu í Biskupstungum, á Narfastöðum í Austur-Þingeyjasýslu, í Midgard á Hvolsvelli, í Dalsmynni í Austur-Húnavatnssýslu og á Karlsstöðum í Berufirði. Kynnt var starf nefndar um forsendur fyrir stofnun þjóðgarðs og kallað var eftir sjónarmiðum fulltrúa sveitarstjórna sem eiga land innan miðhálendislínu. Fulltrúar svæðisráða og stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs voru viðstaddir nokkra fundi og kynntu starf svæðisráða og miðluðu reynslu sinni af þeim.

Góðar umræður sköpuðust um málið þar sem fram komu ýmis viðhorf til hugmynda um þjóðgarð á miðhálendinu. Þau viðhorf verða mikilvægt veganesti í áframhaldandi vinnu um málið.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira