Hoppa yfir valmynd
8. september 2017 Innviðaráðuneytið

Ræddu möguleika uppbyggingar í Finnafirði

Samráðshópur um Finnafjarðarverkefnið átti nýverið fund með fulltrúum COSCO Shipping Specialized Carriers Co. Ltd. í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Verkefnið snýst um að kanna hvort unnt verður að koma upp hér á landi aðstöðu fyrir siglingar á norðurslóðum.

Fulltrúar COSCO komu hingað til lands til að kynna sér nánar Finnafjarðarverkefnið, höfn og aðra aðstöðu fyrir siglingar á norðurslóðum. Voru fulltrúar COSCO jákvæðir gagnvart verkefninu og töldu að slík höfn gæti þjónað mikilvægu hlutverki í skipaflutningum. Auk þess var rætt á fundinum aukin tækifæri á norðurslóðum með opnun skipaleiða.

Árið 2016 var undirrituð viljayfirlýsing um samstarf ríkisins við Bremenports í Þýskalandi, sveitarfélögin Langanesbyggð og Vopnafjörð og verkfræðistofuna Eflu um mögulega uppbyggingu stórskipahafnar í Finnafirði. Aðilar að viljayfirlýsingunni vinna nú ákveðna forvinnu sem felur m.a. í sér rannsóknir á náttúrufari og aðstæðum, athugun á skipulags- og samgöngumálum og raforkuþörf. Ábyrgð verkefnisins var áður í höndum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins en var flutt til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í upphafi þessa árs.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum