Hoppa yfir valmynd
11. september 2017 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Athugasemda óskað vegna endurskoðunar regluverks um eftirviðskipti

Fjármála- og efnahagsráðuneytið óskar eftir athugasemdum haghafa um endurskoðun regluverks innan Evrópska efnahagssvæðisins um eftirviðskipti (post-trade). Endurskoðunin er hluti af stefnu Evrópusambandsin um fjármagnsmarkaði (Capital Markets Union) sem gengur út á að auka fjárfestingu, einkum í litlum og meðalstórum fyrirtækjum, á Evrópska efnahagssvæðinu.

Opinbert samráðsferli stendur nú yfir um endurskoðun regluverksins um og stendur það til 15. nóvember. Tilgangurinn er að draga úr hindrunum í tengslum við eftirviðskipti milli landamæra þar með talið greiðsluppgjör, greiðsluviðskipti og meðferð trygginga. Tilgangur samráðsferlisins er að fá upplýsingar um fjölda álitaefna er tengjast stöðu eftirviðskipta innan sambandsins, hverjar séu helstu áskoranir og brotalamir í tengslum við greiðsluþjónustu, og hvernig megi afnema hindranir, meðal annars með aukinni tækni á sviði fjármálaþjónustu. Óskað er eftir upplýsingum frá aðilum sem sinna eftirviðskiptum sem og neytendum. Hugmyndin er að draga úr kostnaði og bæta skilvirkni við eftirviðskipti milli landamæra.

Nánari upplýsingar um samráðsferlið, skjöl í tengslum við það og spurningalista frá Evrópusambandinu

 Athugasemda haghafa er óskað eigi síðar en 30. október nk. en ráðuneytið hyggst senda inn athugasemdir í nafni landsins. Athugasemdir berist á netfang ráðuneytisins: [email protected].

Frekari upplýsingar má nálgast hjá Evu H. Baldursdóttur, [email protected].

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira