Hoppa yfir valmynd
12. september 2017 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Stærsta kennslustund heims

Kristján Þór Júlíusson mennta- og menningarmálaráðherra hefur sent grunnskólum landsins svohljóðandi bréf:

"Ákall til grunnskóla landsins um að taka þátt í stærstu kennslustund heims um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun voru samþykkt af öllum aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna haustið 2015. Allir íbúar heimsins þurfa að leggja sitt af mörkum til þess að markmiðin náist fyrir árið 2030 og við Íslendingar höfum þar mikilvægu hlutverki að gegna.

Mikilvægur hluti heimsmarkmiðanna er að fólk hafi aðgang að réttum upplýsingum, nauðsynlegan skilning, gildi og getu til þess að vinna að sjálfbærri þróun. Mennta- og menningarmálaráðuneytið óskar því eftir að nemendur og ungt fólk fái að kynnast markmiðunum. Því er lagt til að grunnskólar landsins taki þátt í stærstu kennslustund heims ("The World Largest Lesson"), í vikunni sem hefst 18. september nk. þar sem lagður verður grunnur að því að efla vitund nemenda um alþjóðamál og sjálfbærni. Verkefnið er þróað í samstarfi við UNICEF og World Largest Lesson og er markmiðið að allir íbúar jarðar þekki heimsmarkmiðin.

Námsefni á íslensku um heimsmarkmiðin má finna hér: http://un.is/skolavefur en það er jafnframt hluti af UNESCO-skólaverkefninu sem er samstarfsverkefni ráðuneytisins við Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi.

Það er von mín að grunnskólar taki þátt í stærstu kennslustund heims og að öll börn fái innsýn í þessi mikilvægu markmið Sameinuðu þjóðanna til framtíðar, #okkarheimur2030.

Ef spurningar vakna um fyrirkomulag, námsefni, útfærslur eða UNESCO-skóla má hafa samband við Veru Knútsdóttur hjá Félagi Sameinuðu þjóðanna, [email protected] eða í síma 612 3644."

Um heimsmarkmiðin

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum