Hoppa yfir valmynd
14. september 2017 Félagsmálaráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Ársskýrsla og staðtölur Sjúkratrygginga Íslands

  - myndJohannes Jansson - norden.org

Réttindagreiðslur Sjúkratrygginga Íslands árið 2016 námu 41.118 milljónum kr. eða 4,9% af heildarútgjöldum ríkisins. Útgjöldin jukust um 3.123 milljónir frá árinu 2015. Þetta og fleira má lesa í nýútkominni ársskýrslu stofnunarinnar þar sem fram koma upplýsingar um starfsemi hennar ásamt staðtölum sjúkratrygginga, slysatrygginga og sjúklingatryggingar ásamt ársreikningum. 

Í tilkynningu á vef Sjúkratrygginga Íslands kemur meðal annars fram að í krónum talið hafi mesta kostnaðarhækkunin verið í lækniskostnaði en hann hækkaði á milli ára um 1.236 m.kr. Þar af hafi kostnaður vegna sérgreinalækninga hækkað um 730 m.kr.

Kostnaður vegna lyfja með S-merkingu hækkaði um 685 m.kr. milli ára. Á árinu voru innleiddi fleiri ný leyfisskyld lyf en einnig eru áframhaldandi kostnaðaráhrif vegna nýrra lyfja sem samþykkt voru til innleiðingar 2015 og eru enn í innileiðingarfasa.

Hækkun réttindagreiðslna SÍ um 3.123 m.kr. á milli áranna 2015 og 2016 var 8,2%. Á sama tíma hækkaði vísitala neysluverðs um 1,7%.

Kostnaðarhlutdeild sjúkratryggðra var mjög breytileg eftir réttindaflokkum, t.d. er engin í kostnaði vegna S-merktra lyfja, nálægt 25% kostnaðarhlutdeild í almennum lyfjum en tæp 42% í sjúkraþjálfun.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira