Hoppa yfir valmynd
16. september 2017 Dómsmálaráðuneytið

Fjölmiðlum send gögn

Í samræmi við úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál, frá 11. september sl. í máli nr. 704/2017, mun dómsmálaráðuneytið afhenda  sambærileg gögn í málum þeirra sem fengið hafa uppreist æru frá 1995 til 2016 til þeirra sem þess hafa óskað.

Alls eru þetta 32 einstaklingar. Í ráðuneytinu stendur nú yfir vinna við að taka þessi gögn saman og afmá þær upplýsingar sem leynt eiga að fara sbr. 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og fyrrnefndan úrskurð.

Dómsmálaráðuneytið hefur nú þegar afhent þeim fjölmiðlum sem þess hafa óskað gögn í málum þeirra sem fengu uppreist æru á árinu 2016.

Beiðnir um frekari gögn verða afgreiddar eins skjótt og unnt er. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum