Hoppa yfir valmynd
19. september 2017

Doktorsnemi við Viðskiptafræðideild - Háskóli Íslands, Félagsvísindasvið - Reykjavík - 201709/1490

 

Doktorsnemi við Viðskiptafræðideild á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands
 
Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands auglýsir eftir doktorsnema á styrk til að vinna að rannsóknum sem tengjast doktorsnámi og doktorsritgerð viðkomandi við deildina. Styrkurinn getur að hámarki verið til þriggja ára, en ráðið er til eins árs í senn í takti við kröfur um framvindu verkefnisins. Sé framvinda góð er um þriggja ára ráðningu að ræða.

Hæfniskröfur
Umsækjandi skal uppfylla skilyrði til innritunar í doktorsnám við Viðskiptafræðideild eða vera skráður í doktorsnám við deildina
Góð samskiptafærni
Frumkvæði og hæfileiki til að vinna sjálfstætt

Umsóknin
Sótt er um starfið á vefsíðu Háskóla Íslands: http://www.hi.is/laus_storf
og skulu umsóknir vera á íslensku eða ensku. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.

Umsækjendur geta sótt um út frá þremur meginforsendum:
A: Umsækjandi  sækir um á grundvelli doktorsverkefnis sem hann hefur útfært sjálfur.
B: Umsækjandi sækir um á grundvelli doktorsverkefnis sem hann hefur útfært í samstarfi við kennara deildarinnar.
C:Umsækjandi sækir um á grundvelli doktorsverkefnis sem útfært hefur verið af kennara deildarinnar.

Umsóknir skulu innihalda: 
• Formlegt umsóknarbréf í doktorsnám deildarinnar
• Staðfest afrit af prófskírteinum ásamt skírteinisviðauka (á íslensku og/eða ensku)
• Nöfn og netföng/símanúmer tveggja meðmælenda
• Rannsóknaráætlun
• Ósk um tiltekinn leiðbeinanda ef við á og önnur fylgiskjöl í samræmi við leiðbeiningar deildar
• Ritaskrá
• Náms- og starfsferilskrá

Umsóknarfrestur er til og með 15. október 2017.

Annað
Miðað er við að styrkþegi hefji störf 1. janúar 2018 eða eftir frekara samkomulagi. Deildin áskilur sér rétt til að ráða fleiri en einn umsækjanda ef gæði umsókna gefa tilefni til þess, en einnig að hafna öllum umsækjendum ef umsóknir standast ekki lágmarkskröfur.
Frekari upplýsingar veitir Þórunn Björg Guðmundsdóttir, verkefnastjóri framhaldsnáms Viðskiptafræðideildar í síma 525-5234 eða á netfanginu [email protected]

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.
Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans, sem lesa má hér: http://www.hi.is/adalvefur/jafnrettisaaetlun

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum