Hoppa yfir valmynd
19. september 2017

Skrifstofumaður - Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra - Akureyri - 201709/1491

 

Skrifstofumaður – Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra 


Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra auglýsir eftir skrifstofumanni við starfsstöð embættisins á Akureyri. 

Leitað er eftir einstaklingi til að sinna almennum skrifstofustörfum og meðferð mála hjá embættinu. Starfið felst einkum í umsjón og afgreiðslu leyfa/skírteina sem gefin eru út hjá embættinu auk annarra tilfallandi verkefna. Starfið felur einnig í sér fjölbreytt samskipti við stjórnvöld og borgara. 

Hæfniskröfur
Góð íslenskukunnátta í töluðu sem rituðu máli ásamt góðri tölvukunnáttu er nauðsynleg. Enskukunnátta ásamt þekkingu á einu norðurlandamáli er æskileg.
Ekki eru gerðar sérstakar menntunarkröfur en góð almenn menntun ásamt reynslu af skrifstofustörfum er æskileg. Leitað er að einstaklingi sem hefur til að bera færni í mannlegum samskiptum, ríka þjónustulund og stundvísi. Mikilvægt er að viðkomandi búi yfir sjálfstæði í starfi ásamt nákvæmni og ögun í vinnubrögðum. 

Áhugasamir eru hvattir til að senda inn umsókn. Um starfskjör fer skv. kjarasamningi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og viðkomandi stéttarfélags. 

Umsóknarfrestur er til og með 10. október 2017. 

Umsóknir ásamt upplýsingum um starfsferil og önnur atriði ásamt upplýsingum um meðmælendur, sendist á netfangið [email protected]. Upplýsingar um starfið veitir Birna Ágústsdóttir skrifstofustjóri í síma 458-2600. 

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Athygli er vakin á því að umsóknir munu gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. 

Sýslumannsembættið á Norðurlandi eystra er stjórnsýslu- og þjónustustofnun sem reist er á traustum grunni og annast fjölþætt viðfangsefni framkvæmdavaldsins. Áherslur vinnustaðarins byggja á góðri þjónustu, skilvirku verklagi og öflugri liðsheild. Nánari upplýsingar um verkefni sýslumanna má sjá á www.syslumenn.is

19. september 2017
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum