Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Orkusjóður auglýsir fjárfestingastyrki til eflingar innlendrar eldsneytisframleiðslu.

Hlutverk Orkusjóðs er að stuðla að hagkvæmri nýtingu orkulinda landsins með styrkjum eða lánum, einkum til aðgerða er miða að því að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis.

Styrkirnir eru einungis ætlaðir fyrirtækjum, sem þegar framleiða innlent eldsneyti og vilja ráðast í kaup á tækjabúnaði í þeim tilgangi að auka gæði og/eða umfang framleiðslunnar.

Eingöngu er um að ræða fjárfestingarstyrki. Styrkupphæðin getur hæst numið 50% af verði keypts búnaðar, þó að hámarki 5 m.kr.

Við mat á umsóknum verður sérstaklega horft til:

  • Aukinna gæða eldsneytisins.
  • Aukinnar afkastagetu.
  • Reynslu umsækjenda
  • Almennra gæða umsóknar og þeirra áætlana sem henni fylgja.

Umsóknarfrestur er til 27. október. 

Nánari upplýsingar hjá Orkusjóði

 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið - mynd
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn