Hoppa yfir valmynd
3. október 2017 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Þórdís Kolbrún á ráðherrafundi OECD um ferðaþjónustu

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, situr ráðherrafund OECD um stefnumótun sem miðar að sjálfbærri ferðaþjónustu sem haldinn er í París dagana 2.-3. október. Á fundinum er rætt um heildstæða nálgun á stefnumótun („whole of government“), greiningu svokallaðra „megatrends“ og fjárfestingu í ferðaþjónustu. Einnig verður skrifað undir stefnumótandi yfirlýsingu í tilefni af 100. fundi ferðamálanefndar OECD sem verður haldinn 4. október.

Í tengslum við OECD-fundinn átti ráðherra einnig fund með Jean-Baptiste Lemoyne, ráðherra sem fer með ferðamál í franska utanríkisráðuneytinu. Þau ræddu m.a. um uppbyggingu fyrirmyndarstaða í ferðaþjónustu, leiðir til stýringar og dreifingu ferðamanna.

Á myndinni eru ráðherrarnir tveir ásamt Kristjáni Andra Stefánssyni, sendiherra Íslands í Frakklandi.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið - mynd

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum