Hoppa yfir valmynd
Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Fræðslufundur um stefnumótun, áætlanagerð og árangursmælingar ríkisstofnana

Með lögum um opinber fjármál er lögð aukin áhersla á stefnumótun og áætlanagerð í ríkisfjármálum til lengri tíma. Þetta kallar á breytt vinnubrögð bæði ráðuneyta og stofnana. Fjallað var um stefnumótun, áætlanagerð og árangursmælingar ríkisstofnana á morgunverðarfundi með forstöðumönnum ríkisstofnana 9. október sl. Fundurinn var haldinn af fjármála- og efnahagsráðuneytinu í samstarfi við Félag forstöðumanna ríkisstofnana og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

Fimm erindi voru flutt á fundinum. Marta Birna Baldursdóttir, sérfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu fjallaði um stefnumótun á grundvelli laga um opinber fjármál. Kristinn Tryggvi Gunnarsson, ráðgjafi hjá Expectus fór yfir aðferðafræði við stefnumótun og árangursmælingar. Anna Lilja Gunnarsdóttir, ráðuneytisstjóri velferðarráðuneytisins og Ásta Magnúsdóttir ráðuneytisstjóri mennta- og menningarmálaráðuneytisins fóru í sameiningu yfir samspil ráðuneyta og stofnana við stefnumótun í ríkisrekstri. Jónas Ketilsson, yfirverkefnastjóri hjá Orkustofnun sagði frá því hvernig stefnumótun innan stofnunarinnar hefur verið endurskoðuð og straumlínulöguð í kjölfar gildistöku laga um opinber fjármál. Loks sagði Steinunn Sigvaldadóttir, sérfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu frá nýju áætlanakerfi fyrir rekstraráætlanir stofnana. Fundarstjórn var í höndum Álfrúnar Tryggvadóttur, verkefnisstjóra innleiðingar á lögum um opinber fjármál og sagði hún einnig frá helstu breytingum sem leiða af lögunum og innleiðingu þeirra.


Kynning – Álfrún Tryggvadóttir
Kynning – Marta Birna Baldursdóttir
Kynning – Kristinn Tryggvi Gunnarsson
Kynning – Anna Lilja Gunnarsdóttir og Ásta Magnúsdóttir
Kynning – Jónas Ketilsson

Upptaka af fundinum

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira