Hoppa yfir valmynd
18. október 2017 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Umsagnir óskast um drög að reglugerð um störf örnefnanefndar

Mennta- og menningarmálaráðuneyti óskar eftir umsögnum um drög að reglugerð um störf örnefnanefndar. Frestur til að gera athugasemdir eða senda inn umsagnir um drögin er til og með 8. nóvember 2017.

Helstu efnisatriði reglugerðarinnar eru eftirfarandi:

  • Kveðið er á um gildissvið reglugerðarinnar í 1. gr. 
  • Í 2. gr. er fjallað um hlutverk og markmið örnefnanefndar.
  • Um starfsemi og fundi nefndarinnar er fjallað í 3. gr. 
  • Í 4. gr. er kveðið á um skipulag og verklag nefndarinnar. 
  • Samkvæmt 5. gr. öðlast reglugerðin þegar gildi og á sama tíma fellur á brott reglugerð um störf örnefnanefndar, nr. 136/1999, að því leyti sem hún hélt gildi sínu við gildistöku laga nr. 22/2015.

Frestur til að gera athugasemdir eða senda inn umsagnir um drögin er til og með 8. nóvember 2017. Umsagnir og/eða athugasemdir sendist til mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sölvhólsgötu 4, 101 Reykjavík, eða á netfangið [email protected] merkt í efnislínu: Samráð um reglugerð um störf örnefnanefndar.

Drög að reglugerð um störf örnefnanefndar

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum