Hoppa yfir valmynd
20. október 2017

Boðið upp á doktorsnám við Háskólann á Akureyri

Eyjólfur Guðmundsson rektor og Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra - mynd

Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, undirritaði þann 20. október sl. heimild Háskólans á Akureyri til að bjóða upp á doktorsnám í hjúkrunarfræði, líftækni, sjávarútvegs- og fiskeldisfræði, viðskiptafræði, lögfræði og félagsfræði.

Sagði ráðherra við þetta tækifæri: „Ég lýsi sérstakri ánægju minni með þetta skref í uppbyggingu náms við Háskólann á Akureyri. Gildi skólans fyrir Akureyri og landsbyggðina hefur margsannað sig og það að vera kominn með kennara, fræði- og vísindamenn sem standast alþjóðlegar kröfur til að bjóða upp á doktorsnám segir í raun allt sem segja þarf. Til hamingju Háskólinn á Akureyri.“

Ákvörðun mennta- og menningarmálaráðherra byggir á niðurstöðum umfangsmikils gæðamats erlendra fagaðila þar sem fræðileg og stjórnsýsluleg geta háskólans til þess að bjóða upp á doktorsnám var ítarlega skoðuð.

Frekari upplýsingar má nálgast á vef Háskólans á Akureyri.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum