Hoppa yfir valmynd
Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Ríkissjóður kaupir eigin skuldabréf að nafnvirði 31 milljón Bandaríkjadala

Ríkissjóður hefur keypt til baka eigin skuldabréf að nafnvirði 31 milljón Bandaríkjadala í skuldabréfaflokknum “ICELAND 5.875%“ sem eru á gjalddaga 2022,  (Reg S ISIN USX34650AA31 and 144A ISIN US451029AE22; Reg S CUSIP X34650AA3 and 144A CUSIP 451029AE2) af Seðlabanka Íslands á verðinu 113,29, sem samsvarar um 3,8 ma.kr. Heildarnafnverð útgáfunnar nam 1.000 milljónum Bandaríkjadala. 

Uppkaupin nú koma í framhaldi af uppkaupum ríkissjóðs á skuldabréfum í sömu útgáfu sl. vor. Eru þau liður í lausafjár- og skuldastýringu ríkissjóðs og miða að því að draga enn úr vaxtakostnaði ríkissjóðs á komandi árum. 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira