Færri sækja um alþjóðlega vernd

Í september sóttu 104 einstaklingar um alþjóðlega vernd hér á landi og hefur fjöldi mánaðarlegra umsókna um vernd ekki verið lægri frá því í maí á þessu ári. Umsækjendur um vernd eru um 40% færri en í september í fyrra en þá sóttu 176 um alþjóðlega vernd.

Þetta er í fyrsta skipti á þessu ári sem umsóknum hefur fækkað samanborið við sama mánuð árið 2016. Síðustu tvö ár hefur umsóknum fjölgað skarpt á haustin svo um er að ræða áberandi viðsnúning.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn