Hoppa yfir valmynd
30. október 2017 Dómsmálaráðuneytið

Tvær stöður lögfræðinga/sérfræðinga á skrifstofu almanna- og réttaröryggis

Dómsmálaráðuneytið auglýsir tvær stöður lögfræðinga eða sérfræðinga til starfa á skrifstofu almanna- og réttaröryggis. Umsóknarfrestur er til 12. nóvember næstkomandi. Nánari upplýsingar má sjá hér á eftir.

Dómsmálaráðuneytið leitar að tveimur metnaðarfullum og drífandi lögfræðingum/sérfræðingum sem hafa áhuga á að starfa með öflugum hópi starfsmanna á skrifstofu almanna- og réttaröryggis. Skrifstofan hefur umsjón með þeim málaflokkum í íslenskri stjórnsýslu er varða mikilvæga þætti réttarvörslukerfisins, þ.e. löggæslu, ákæruvald, fullnustu refsinga og öryggi almennings, svo sem almannavarnir og leit og björgun.

Störfin felast m.a. í stefnumótun, samningu frumvarpa, reglugerða og reglna á sviði almannavarna, landhelgisgæslu, landamæraeftirlits, þar á meðal innleiðingu Schengen gerða, og aðgerðum gegn brotastarfsemi. Störfin fela einnig í sér þátttöku í alþjóðlegri samvinnu á málefnasviði skrifstofunnar.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Fullnaðarnám í lögfræði með embættis- eða meistaraprófi eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
  • A.m.k. þriggja ára starfsreynsla sem lögfræðingur/sérfræðingur. 
  • Þekking eða reynsla af störfum innan stjórnsýslunnar kostur.
  • Þekking eða reynsla af stefnumótun og gerð lagafrumvarpa æskileg.
  • Mjög gott vald á íslensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti.
  • Mjög góð þekking á ensku. Þekking á einu Norðurlandamáli æskileg.
  • Frumkvæði, drifkraftur og jákvæðni.
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.

Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi Félags háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins við fjármálaráðherra.

Nánari upplýsingar veitir Guðný E. Ingadóttir, mannauðsstjóri, í síma 5459000. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Umsóknarfrestur er til 12. nóvember nk. Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu. Umsóknum skal skila rafrænt á netfangið [email protected], merkt lögfræðingur/sérfræðingur. Ef ekki eru tök á að sækja um rafrænt má senda umsókn til ráðuneytisins að Sölvhólsgötu 7, 101 Reykjavík. Athygli er vakin á því að umsóknir munu gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum