Hoppa yfir valmynd
1. nóvember 2017 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Drög að frumvarpi um hættumat eldgosa og flóða til umsagnar

Frá eldgosinu á Fimmvörðuhálsi 2010 - myndHugi Ólafsson

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til umsagnar drög að breytingum á lögum nr. 49/1997 um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum. Breytingarnar fela í sér að framlengd er tímabundin heimild ofanflóðasjóðs til að taka þátt í greiðslu kostnaðar við hættumat vegna eldgosa, vatnsflóða og sjávarflóða til næstu fimm ára, þ.e. til 31. desember 2022.

Ísland býr við náttúruvá sem valdið getur miklum skaða fyrir samfélagið vegna manntjóns, tjóns á innviðum samfélagsins og eignatjóns. Góður árangur hefur náðst með gerð hættumats fyrir ofanflóð. Bent hefur verið á að mikilvægt sé að taka á allri náttúruvá með sama hætti og gert hefur verið varðandi ofanflóðin og er í frumvarpinu lagt til að á næstu fimm árum verði áfram unnið að hættumati fyrir eldgos, sem hefur staðið yfir undanfarin ár. Einnig er lagt til að vinnu við hættumat vegna vatnsflóða og sjávarflóða samkvæmt viðmiðum Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar og Sameinuðu þjóðanna, sem hefur staðið yfir síðustu ár, verði haldið áfram.

Umsögnum um frumvarpið skal skilað fyrir 15. nóvember nk. á netfangið [email protected] eða í bréfpósti, á umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Skuggasundi 1, 101 Reykjavík.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 49/1997, um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum, með síðari breytingum (hættumat eldgosa, vatnsflóða og sjávarflóða) (pdf-skjal)

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum