Aðstoðarmaður sérfræðinga - Samkeppniseftirlitið - Reykjavík - 201711/1767

 

Hefur þú ánægju af samskiptum við fólk og áhuga á bættri samkeppni?

Samkeppniseftirlitið leitar að aðstoðarmanni sérfræðinga. 

Samkeppniseftirlitið er í miklum samskiptum við atvinnufyrirtæki, tekur við kvörtunum og ábendingum og er í samtali við fyrirtæki um samkeppnisaðstæður.  Þá reiðir Samkeppniseftirlitið sig á upplýsingagjöf frá fyrirtækjum og er þess vegna í samskiptum við fjölda fyrirtækja á þeim mörkuðum sem rannsóknir lúta að. Stofnunin hefur eftirlit með samkeppnislögum og hefur það að markmiði að efla virka samkeppni í viðskiptum og vinna gegn óhæfilegum hindrunum og takmörkunum á frelsi í atvinnurekstri. Hjá Samkeppniseftirlitinu starfar hópur sérfræðinga. Það er markmið Samkeppniseftirlitsins að hjá því starfi úrvalsfólk með mikla þekkingu og reynslu á ýmsum sviðum.

Nánari upplýsingar um stofnunina má finna á  www.samkeppni.is

Samkeppniseftirlitið leitar að öflugum starfsmanni. Starfið felur í sér mikil samskipti við aðra starfsmenn Samkeppniseftirlitsins og við starfsmenn fyrirtækja vegna rannsókna. Í starfinu reynir mikið á yfirsýn, öguð vinnubrögð og nákvæmni í meðferð talna ásamt því að geta haldið mörgum boltum á lofti í einu. Um nýtt starf er að ræða og gefst því viðkomandi tækifæri til að móta það að hluta. 

Helstu viðfangsefni

  • Aðstoð við sérfræðinga við málsmeðferð einstakra mála sem stofnunin hefur til meðferðar
  • Umsjón með upplýsingaöflun 
  • Þátttaka í fjölbreyttum verkefnum sem tengjast meðferð mála
  • Upplýsingagjöf á heimasíðu og samfélagsmiðlum

Menntunar og hæfniskröfur

  • Menntun sem nýtist í starfi 
  • Mjög gott vald á rituðu máli, bæði á íslensku og ensku
  • Góða samskiptahæfileika og þjónustulund
  • Frumkvæði við úrlausn viðfangsefna 
  • Reynsla af sambærilegum störfum er kostur
  • Góð almenn tölvukunnátta

Laun eru samkvæmt kjarasamningum ríkisstarfsmanna. Starfshlutfall er 100%.

Nánari upplýsingar veita Ari Eyberg ([email protected]) í síma 511-1225 og Hilmar Þórðarson, sviðsstjóri rekstrarsviðs Samkeppniseftirlitsins ([email protected]) í síma 585-0707. Umsóknarfrestur er til og með 27. nóvember 2017. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og henni þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf. Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn