Hoppa yfir valmynd
17. nóvember 2017 Félagsmálaráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar

Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar hóf starfsemi 7. maí 2018. Stofnunin annast fyrst og fremst verkefni á sviði stjórnsýslu og eftirlits með félagsþjónustu sem veitt er af hálfu sveitarfélaga og opinberra stofnana eða á grundvelli samninga.

Hlutverk stofnunarinnar á sviði stjórnsýslu eru að annast þróun og útgáfu gæðaviðmiða, kröfulýsinga og árangursmælikvarða  fyrir þjónustu á þeim málasviðum sem undir hana heyra. Réttindagæsla fyrir fatlað fólk starfar innan stofnunarinnar, sem og nefnd um undanþágu frá banni við beitingu nauðungar gagnvart fötluðu fólki og að lokum sérfræðiteymi um aðgerðir til að draga úr nauðung í þjónustu við fatlað fólk. Einnig annast stofnunin endurgreiðslur til annarra stjórnvalda á grundvelli laga um félagsþjónustu sveitarfélaga og barnaverndarlaga. Stofnunin hefur eftirlit með þeim verkefnum og þjónustu á sviði félagsþjónustu sem heyra undir félags- og jafnréttismálaráðherra. Einnig hefur hún eftirlit með meðferðarheimilum Barnaverndarstofu en ákvörðun um hvaða önnur eftirlits- og stjórnsýsluverkefni á sviði barnaverndar mun ráðast af niðurstöðum endurskoðunar á barnaverndarlögum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira