Velferðarráðuneytið

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins leiðir faglega þróun

Heilbrigðisráðherra hefur staðfest breytingu á reglugerð um heilsugæslustöðvar sem felur í sér að Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er falið að leiða faglega þróun innan heilsugæslu á landsvísu. Liður í því er að samræma verklag og samhæfingu milli fagfólks á heilsugæslustöðvum, annast gæðaþróun og stuðla að framþróun í heilsugæslu, í samráði við heilbrigðisstofnanir sem reka heilsugæslustöðvar.

Reglugerðin sem kveður á um þessa breytingu á reglugerð nr. 787/2007 um heilsugæslustöðvar og er sett með stoð í lögum um heilbrigðisþjónustu hefur verið send Stjórnartíðindum og öðlast gildi við birtingu.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn