Hoppa yfir valmynd
23. nóvember 2017

Vélamaður - Vegagerðin - Borgarnes - 201711/1826




VÉLAMAÐUR

Laust er starf vélamanns á þjónustustöð Vegagerðarinnar í Borgarnesi.

Starfssvið
Almenn dagleg þjónusta á vegakerfinu.
Viðhald á t.d. vegstikum, umferðamerkjum og öðrum  vegbúnaði.
Vinna í vinnuflokki sem sér um yfirborðsmerkingar víða um land.
Viðhald á búnaði flokksins.
Viðhald á tækjum og húsnæði Vegagerðarinnar. 

Menntunar- og hæfniskröfur
Almenn menntun.
Vinnuvélaréttindi og meirapróf bifreiða eru skilyrði.
Hæfni í mannlegum samskiptum.
Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í hóp.
Góð kunnátta í íslensku

Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður sem hentar jafnt báðum kynjum og í samræmi við jafnréttisáætlun Vegagerðarinar eru konur með tilskyldar hæfniskröfur sérstaklega hvattar til að sækja um starfið.  

Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi ríkisins og viðkomandi stéttarfélags.
Umsóknarfrestur er til og með 11. desember 2017. Umsóknir berist Vegagerðinni á netfangið [email protected]. Í umsókninni komi fram persónulegar upplýsingar ásamt upplýsingum um þá menntun og hæfni sem óskað er.

Nánari upplýsingar  um starfið veita Valgeir Ingólfsson yfirverkstjóri og Sigurður Mar Óskarsson verkefnastjóri í síma 522 1000 eða í gegnum netföngin [email protected] og [email protected] 

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum