Hoppa yfir valmynd
23. nóvember 2017

Yfirlæknir - Tryggingastofnun - Reykjavík - 201711/1829

 

Yfirlæknir Tryggingarstofunar
 
Laus er til umsóknar staða yfirlæknis hjá Tryggingastofnun. Leitað er eftir framsæknum og dugmiklum stjórnanda sem þarf að búa yfir mikilum áhuga á endurhæfingu og úrræðum tengd örorku. Starfið byggir á öflugri teymisvinnu sem er í mikilli mótun.

Starfið veitist starfið frá 1. janúar 2018 eða eftir samkomulagi. 

Helstu verkefni og ábyrgð
- Læknisfræðilegt mat á umsóknum um örorku lífeyristrygginga.
- Ráðgjafi við læknisfræðileg mál svo sem við mat á umsóknum um endurhæfingarlífeyri, bifreiðastyrk og umönnunarmat.
- Annað það er kemur að læknisfræðilegu mati varðandi almannatryggingar. 
- Fagleg uppbygging, þróun og skipulag á læknisfræðilegri ráðgjöf
- Ábyrgð á starfsmönnum og daglegri stjórnun starfsmanna í teymi

Hæfnikröfur
- Færni í stjórnun, þ.e. fagleg ábyrgð og starfsmannaábyrgð
- Víðtæk læknisfræðileg starfsreynsla sem nýtist í starfi. Reynsla af stjórnsýslu er kostur.
- Leiðtogahæfileikar, faglegur metnaður og framúrskarandi samskiptahæfni 
- Frumkvæði og metnaður til að ná árangri
- Íslenskt sérfræðileyfi sem nýtist í starf á sviði bótaréttar og endurhæfingar. 

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert.
Boðið er upp á góða vinnuaðstöðu og sveigjanlegan vinnutími. Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um.

Val á umsækjendum grundvallast á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. Öllum umsóknum verður svarað.

Tryggingastofnun er þjónustustofnun sem gegnir lykilhlutverki í velferðarkerfi Íslands. Hlutverk stofnunarinnar er að framfylgja lögum um almannatryggingar, lögum um félagslega aðstoð og lögum um málefni langveikra barna auk þess að sinna öðrum verkefnum sem stofnuninni eru falin hverju sinni. Hjá Tryggingastofnun starfa rúmlega 100 starfsmenn. Gildi stofnunarinnar eru traust, samvinna og metnaður. 

Nánari upplýsingar um Tryggingastofnun má finna á www.tr.is

Starfshlutfall er 50 - 100%
Umsóknarfrestur er til og með 11.12.2017

Nánari upplýsingar veitir
Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri í síma 5604400
Hólmfríður Erla Finnsdóttir, mannauðsstjóri í síma 5604400

Tryggingstofnun
Laugavegur 114
150 Reykjavík


Smelltu hér til að sækja um starfið

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum