Hoppa yfir valmynd
24. nóvember 2017 Matvælaráðuneytið

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á landbúnaðarvörum frá Evrópubandalaginu

Með vísan til samnings milli Íslands og Evrópubandalagsins um viðskipti með landbúnaðarvörur á grundvelli 19. gr. EES-samningsins og til reglugerðar nr. 1006/2017 um úthlutina, er hér með auglýst eftir umsóknum um tollkvóta fyrir eftirfarandi innflutning á landbúnaðarvörum, upprunnum í ríkjum Evrópubandalagsins og með upprunavottorð þaðan fyrir tímabilið 1. janúar – 31. desember 2018:

   

Berist umsóknir um meira magn innflutnings en auglýstum tollkvóta nemur, skal leita tilboða í tollkvóta vegna viðkomandi vöruliðar. Úthlutun er ekki framseljanleg.

Innflutningur verður því aðeins leyfður að uppfyllt séu ákvæði reglugerðar vegna innflutnings á landbúnaðarvörum nr. 448/2012.

 

Skriflegar umsóknir skulu berast til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, Skúlagötu 4, 150 Reykjavík, 5. hæð, eða á [email protected] fyrir kl. 16:00 föstudaginn 1. desember 2017.

 

Ráðuneytið vekur athygli á því að hinn 1. maí 2018 tekur gildi nýr viðskiptasamningur Íslands og Evrópusambansins um viðskipti með landbúnaðarvörur en í samningnum er m.a. ákvæði um stækkun tollkvóta. Í ljósi þess hefur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ákveðið að úthlutun í desember nk. verði með svipuðum hætti og verið hefur, þ.e. að auglýsa úthlutun til eins árs samkvæmt eldri samningi frá 1. mars 2007. Í maí 2018 verði hins vegar nýr tollkvóti auglýstur sem samsvarar þeirri hlutfallslegu aukningu sem tekur gildi frá 1. maí til 31. desember 2018.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum