Hoppa yfir valmynd
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Niðurstaða opnunar styrkbeiðna fyrir Ísland ljóstengt 2018

Fjarskiptasjóður úthlutar styrkjum til sveitarfélaga til ljósleiðaravæðingar í dreifbýli utan markaðssvæða.

Umsóknar- og úthlutunarferli  vegna fyrirhugaðra framkvæmda sveitarfélaga 2018 er langt komið. Þann 23. nóvember síðastliðinn voru opnaðar samtals 102 styrkbeiðnir frá 25 sveitarfélögum. Mat á þeim umsóknum liggur fyrir.

Alls eiga 23 sveitarfélög nú kost á alls 450 m.kr. styrk til þess að tengja um 1.000 lögheimili og vinnustaði með ljósleiðara á næsta ári. Skuldbinding um greiðslu er með fyrirvara um fjárlög og undirritun samnings.

Birt með fyrirvara um reikni- og innsláttarvillur.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira