Velferðarráðuneytið

Styrkir til gæðaverkefna í heilbrigðisþjónustu 2017

Unnið að umsókn - mynd

Velferðarráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki til gæðaverkefna í heilbrigðisþjónustu 2017.

Í styrkumsókn skulu eftirfarandi atriði meðal annars koma fram: Markmið verkefnis, framkvæmdaáætlun og hvernig nýta megi niðurstöður til að auka öryggi og gæði heilbrigðisþjónustunnar. Sótt skal um í nafni einstakra stofnana eða starfseininga.

Vakin er athygli á að einungis er unnt að sækja um rafrænt og er umsóknarformið ásamt nánari upplýsingum aðgengilegt á vef velferðarráðuneytisins.

Umsóknarfrestur er til kl. 12.00 á hádegi þriðjudaginn 19. desember 2017.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn