Sigríður Á. Andersen áfram dómsmálaráðherra

Þau tóku á móti Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra í morgun. Frá vinstri: Haukur Guðmundsson ráðuneytisstjóri, Sigurveig Björnsdóttir, ritari ráðherra, Sigríður og Laufey Rún Ketilsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra. - mynd

Sigríður Á. Andersen gegnir áfram embætti dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sem tók við á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í gær.

Sigríður gegndi embætti dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sem tók við 11. janúar á þessu ári fram til 30. nóvember.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn