Hoppa yfir valmynd
29. nóvember 2017 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Málþing um námsgögn

Menntamálastofnun stendur fyrir málþingi um námsgögn föstudaginn 1. desember nk. á Icelandair Hótel Reykjavík Natura kl. 13:00 - 16:30.

Á málþinginu verður fjallað um námsgögn, tengsl þeirra við kennsluhætti og þróun námsefnis framtíðar. Þingið markar upphaf stefnumótunar um námsgögn og útgáfu Menntamálastofnunar til ársins 2023.

Jafnframt er þess minnst að í apríl sl. voru liðin 80 ár frá stofnun Ríkisútgáfu námsbóka. Myndir og námsbækur frá liðnum árum verða til sýnis á gangi og í sal.

Fyrirlesarar á málþinginu eru þeir Tim Oates frá Cambridge Assessment og Ross Mahon, svæðisstjóri Google á Norðurlöndum.

Sjá vef Menntamálastofnunar fyrir frekari dagskrá og skráningu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum