Hoppa yfir valmynd
1. desember 2017 Utanríkisráðuneytið

Guðlaugur Þór utanríkisráðherra

Guðlaugur Þór Þórðarson er utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur sem tók við á ríkisráðsfundi í gær. 

„Það er tilhlökkunarefni að fá að framfylgja stefnu nýrrar ríkisstjórnar í utanríkismálum, þar sem áhersla er á fríverslun, framkvæmd EES-samningsins og Brexit, í góðu samstarfi við næstu nágranna okkar. Norðurslóðamálin eru forgangsmál og mikilvægt er að skýrt er kveðið á um loftslags- og jafnréttismál,“ segir utanríkisráðherra. „Ég fagna því einnig að fá tækifæri til að fylgja eftir breytingum á rekstri utanríkisráðuneytisins sem hófust fyrr á árinu og voru unnar af starfsmönnum ráðuneytisins í góðu og víðtæku samstarfi við hagsmunaaðila.“

Guðlaugur Þór var utanríkisráðherra í fráfarandi ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sem tók við völdum 11. janúar síðastliðinn. Þar áður gegndi hann embætti heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 2007–2008 og heilbrigðisráðherra 2008–2009. Guðlaugur var kjörinn á þing árið 2003 og hefur setið óslitið á þingi síðan.

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið - mynd

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum