Hoppa yfir valmynd
Forsætisráðuneytið

Katrín tekur við lyklavöldum

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra tekur við lyklavöldum í forsætisráðuneytinu úr hendi Bjarna Benediktssonar - mynd

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tók í dag með táknrænum hætti við lyklavöldum í forsætisráðuneytinu úr hendi Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra og fráfarandi forsætisráðherra. Katrín er önnur konan til að gegna embætti forsætisráðherra í ríkisstjórn Íslands.

Katrín er fædd í Reykjavík 1. febrúar 1976. Hún tók fyrst sæti á Alþingi árið 2007. Á Alþingi hefur hún setið í efnahags- og skattanefnd 2007–2009, menntamálanefnd 2007–2009, umhverfis- og samgöngunefnd 2013–2014, utanríkismálanefnd 2014–2015 og efnahags- og viðskiptanefnd 2015–2017. Þá sat hún í Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins á árunum 2013-2014, þingmannanefnd Íslands og ESB 2013–2016, Íslandsdeild þingmannanefnda EFTA og EES 2014–2016 og Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins á þessu ári.

Katrín var mennta- og menningarmálaráðherra frá 2. febrúar 2009 - 23. maí 2013 og gegndi stöðu samstarfsráðherra Norðurlanda á sama tíma.

Maki Katrínar er Gunnar Sigvaldason, heimspekingur, og eiga þau þrjá syni.

Æviágrip forsætisráðherra á vef Alþingis.

  • Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira