Hoppa yfir valmynd
1. desember 2017 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Kristján Þór Júlíusson er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra

Kristján Þór Júlíusson tók í gær við embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og afhenti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fráfarandi ráðherra, honum lyklavöldin nú í morgun.

Kristján Þór er annar tveggja ráðherra sem stýra atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu - hinn er Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Kristján Þór er fæddur á Dalvík 15. júlí 1957. Hann var bæjarstjóri Dalvíkur 1986-1994, bæjarstjóri Ísafjarðar 1994-1997 og bæjarstjóri Akureyrar 1998-2006. Hann hefur setið á Alþingi frá árinu 2007. Á Alþingi hefur hann setið í fjárlaganefnd 2007-2013, iðnaðarnefnd 2007-2009, umhverfisnefnd 2009-2011. Árin 2007-2009 sat hann í Íslandsdeild Norðurlandaráðs og í Íslandsdeild þingmannaráðstefnunnar um norðurskautsmál árin 2009-2013. 

Kristján Þór var heilbrigðisráðherra frá 23. maí 2013 – 11. janúar 2017 og mennta- og menningarmálaráðherra frá 11. janúar – 30. nóvember 2017.

Eiginkona Kristjáns er Guðbjörg Baldvinsdóttir Ringsted myndlistarmaður og eiga þau fjögur börn.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira