Dómsmálaráðuneytið

Sigríður Á. Andersen er dómsmálaráðherra

Þau tóku á móti Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra í morgun. Frá vinstri: Haukur Guðmundsson ráðuneytisstjóri, Sigurveig Björnsdóttir, ritari ráðherra, Sigríður og Laufey Rún Ketilsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra. - mynd

Sigríður Á. Andersen gegnir áfram embætti dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sem tók við á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í gær.

Sigríður gegndi embætti dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sem tók við 11. janúar á þessu ári fram til 30. nóvember.

Sigríður er fædd 1971 og lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1999. Sigríður var lögfræðingur hjá Verslunarráði Íslands árin 1999-2005 og héraðsdómslögmaður á árunum 2007-2015. Sigríður var varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins fyrir Reykjavíkurkjördæmi frá árinu 2007 til 2015 er hún tók fast sæti á Alþingi. Sigríður sat í dómstólaráði 2004-2009, í stjórn Andríkis, útgáfufélags, 1995–2006, í ritstjórn Vefþjóðviljans 1995–2006, stjórn Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, 1996–1997, í stjórn Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík og í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins 2005–2009. Þá var hún formaður Félags sjálfstæðismanna í Vestur- og miðbæ 2006–2009, formaður Spánsk-íslenska viðskiptaráðsins 2007–2011 og í stjórn Amerísk-íslenska viðskiptaráðsins frá 2013-2017. Sigríður var einn stofnenda og talsmanna Advice, félags sem hafði það að markmiði að miðla upplýsingum um mikilvægi þess að hafna Icesave lögunum í þjóðaratkvæðagreiðslu 9. apríl 2011. Sigríður er 1. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður síðan 28. október 2017. Eiginmaður hennar er Glúmur Jón Björnsson efnafræðingur og eiga þau tvær dætur.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn