Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Sigurður Ingi Jóhannsson er samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra

Sigurður Ingi Jóhannsson tók í morgun við lyklavoldum í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu af Jóni Gunnarssyni. - mynd

Sigurður Ingi Jóhannsson tók í gær við embætti samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að loknum ríkisráðsfundi á Bessastöðum og afhenti Jón Gunnarsson, fráfarandi ráðherra, honum lyklavöldin í morgun.

Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri tók á móti ráðherranum og Ingveldi Sæmundsdóttur aðstoðarmanni ráðherra. Ráðherrarnir ræddu málin á óformlegum fundi í kjölfarið og í framhaldinu heilsaði Sigurður Ingi uppá starfsmenn ráðuneytisins og hóf að kynna sér nánar starfsemina.

Sigurður Ingi Jóhannsson og Jón Gunnarsson.

Sigurður Ingi og Ragnhildur Hjaltadóttir.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn