Hoppa yfir valmynd
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Sigurður Ingi Jóhannsson er samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra

Sigurður Ingi Jóhannsson tók í morgun við lyklavoldum í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu af Jóni Gunnarssyni. - mynd

Sigurður Ingi Jóhannsson tók í gær við embætti samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að loknum ríkisráðsfundi á Bessastöðum og afhenti Jón Gunnarsson, fráfarandi ráðherra, honum lyklavöldin í morgun.

Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri tók á móti ráðherranum og Ingveldi Sæmundsdóttur aðstoðarmanni ráðherra. Ráðherrarnir ræddu málin á óformlegum fundi í kjölfarið og í framhaldinu heilsaði Sigurður Ingi uppá starfsmenn ráðuneytisins og hóf að kynna sér nánar starfsemina.

Sigurður Ingi Jóhannsson og Jón Gunnarsson.

Sigurður Ingi og Ragnhildur Hjaltadóttir.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira