Velferðarráðuneytið

Sérnám í bæklunarlækningum á Íslandi

Aðgerð í undirbúningi - myndvelferðarráðuneytið

Landspítalinn hefur hlotið viðurkenningu heilbrigðisyfirvalda til að annast sérnám í bæklunarlækningum á grundvelli reglugerðar nr. 467/2015 um menntun, réttindi og skyldur lækna og skilyrði til að hljóta lækningaleyfi.  

Fjallað er um málið á vef Landspítala þar sem segir m.a: „Þetta skiptir máli fyrir uppbyggingu spítalans og heilbrigðiskerfisins á Íslandi. Um er að ræða bæði vandaðar marklýsingar í samvinnu við erlenda aðila í mörgum tilvikum og svo það að gera úttekt á námsstöðunum og viðurkenna getu þeirra til að veita menntunina. Formleg viðurkenning af hálfu heilbrigðisyfirvalda hefur þýðingu hér á landi og þegar íslenskir læknar fara erlendis til að bæta við sig frekara námi enda er námið þá vottað sem vel upp sett, með góðum námsstöðlum og í takt við það sem gerist best erlendis.“

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn