Dómsmálaráðuneytið

Breyting á áfrýjunarfjárhæð

Dómsmálaráðuneytið vekur athygli á að samkvæmt breytingu á lögum um meðferð einkamála sem gerð var með lögum 49/2016 verður skilyrði áfrýjunar til Landsréttar, þegar um fjárkröfu er að ræða, að fjárhæð kröfu nemi a.m.k. 1.000.000 króna.

Þessari fjárhæð skal breyta um hver áramót miðað við breytingu á vísitölu neysluverðs frá 1. janúar 2018, en ráðherra auglýsir í Lögbirtingablaði nýja fjárhæð ekki síðar en 10. desember ár hvert. Ráðherra hefur birt meðfylgjandi auglýsingu í Lögbirtingablaðinu um áfrýjunarfjárhæð fyrir árið 2018.

 

AUGLÝSING

um breytingu á áfrýjunarfjárhæð.

Áfrýjunarfjárhæð samkvæmt 1. mgr. 152. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991, sbr. 17. gr. laga nr. 49/2016 er kr. 1.000.000.

Áfrýjunarfjárhæð þessi tekur gildi 1. janúar 2018 og gildir fyrir árið 2018.

Dómsmálaráðuneytinu, 4. desember 2017.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn