Hoppa yfir valmynd
21. desember 2017 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Húsnæðismál Listaháskólans komin í farveg

Listaháskóli Íslands - mynd

Í frumvarpi til fjárlaga 2018 er gert ráð fyrir að fjárveiting til Listaháskóla Íslands hækki um 72,6 m.kr., úr 1.088,9 m.kr. á árinu 2017 í 1.161,5 m.kr. á árinu 2018. Er hækkuninni m.a. ætlað efla rannsóknarstarf við skólann og koma til móts við bráðavanda skólans í húsnæðismálum líkt og stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar kveður á um.

Að auki er gert ráð fyrir að þrjátíu m.kr. verði veitt til þarfagreiningar og hönnunarsamkeppni um nýtt hús fyrir Listaháskólann. Vinnur nú starfshópur ráðuneytis og háskólans að rýmisáætlun og undirbúningi hönnunarsamkeppninnar.

,,Fyrr í haust átti ég upplýsandi samtal við nemendur Listaháskóla Íslands um þá erfiðu stöðu sem þeir og starfsfólk skólans búa við. Skólinn er í fimm mismunandi byggingum í borginni og er ástand þeirra misgott. Það er ánægjulegt að geta komið húsnæðismálum skólans í þann farveg sem hefur verið kynntur í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Stefna ríkisstjórnarinnar er að efla menningu, listir og skapandi greinar og er þetta mikilvægt skref í þá átt‘‘ sagði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum