Hoppa yfir valmynd
21. desember 2017 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Styrkir til nemakeppna í framhaldsskóla 2018

Mennta- og menningarmálaráðuneytið auglýsir til umsóknar styrki vegna þátttöku framhaldsskólanema í alþjóðlegum nemakeppnum í stærðfræði og raunvísindum á árinu 2018.

Markmið styrkjanna er að fjölga nemendum í raunvísindum og stærðfræði. Heildarfjárhæð styrkja á árinu 2018 verða alls 7,5 m.kr. og eru styrkirnir veittir til að standa straum af ferðakostnaði vegna þátttöku í keppnunum.

Skilyrði fyrir styrkveitingu er að það borist hafi greinargerð vegna fyrri styrks. Ekki eru veittir styrkir til verkefna sem hljóta styrki á fjárlögum eða falla undir aðra sjóði ráðuneytisins eða samninga sem gerðir hafa verið við ráðuneytið.

Umsóknir berist mennta- og menningarmálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 101 Reykjavík eða á netfangið [email protected] í síðasta lagi 12. janúar 2018. Umsóknir má finna á slóðinni www.stjornarradid.is/verkefni/menntamal/styrkir-og-sjodir/.

Nánari upplýsingar veitir Ásta María Reynisdóttir, [email protected] og í síma 545-9500.

Umsóknarfrestur er til og með 12. janúar 2018.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum