Dómsmálaráðuneytið

Bréf setts dómsmálaráðherra til dómnefndar um hæfni umsækjenda um embætti átta héraðsdómara

Guðlaugur Þór Þórðarson, settur dómsmálaráðherra vegna skipunar í átta embætti héraðsdómara, hefur sent dómnefnd um hæfni umsækjenda bréf í framhaldi af umsögn nefndarinnar. Ráðherra fékk umsögn hennar í hendur 22. desember síðastliðinn og sendi hann dómnefndinni bréf sitt í dag.

Í bréfinu koma fram athugasemdir setts ráðherra um umsögnina í tíu liðum og telur hann skorta á rökstuðning fyrir niðurstöðum nefndarinnar. Fer hann þess á leit við nefndina að hún útskýri betur með hvaða hætti matið var framkvæmt og hvers vegna tilgreindir átta umsækjendur voru á grundvelli heildarmats taldir hæfari en aðrir umsækjendur.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn