Landsréttur - nýtt dómstig

Landsréttur - myndDMR/ÞÓ

Nýr dómstóll, Landsréttur, tók til starfa 1. janúar 2018. Tilkoma Landsréttar hefur í för með sér einar mestu breytingar sem orðið hafa á íslensku réttarkerfi en munnleg sönnunarfærsla verður nú í fyrsta sinn endurmetin fyrir áfrýjunardómstól og Hæstiréttur verður að stefnumótandi æðsta dómstól ríkisins. 

Hervör Þorvaldsdóttir, forseti Landsréttar (t.h.), og Bryndís Helgadóttir, skrifstofustjóri lagaskrifstofu dómsmálaráðuneytisins og staðgengill ráðuneytisstjóra, á fyrsta starfsdegi Landsréttar.

Hervör Þorvaldsdóttir, forseti Landsréttar (t.h.), og Bryndís Helgadóttir, skrifstofustjóri lagaskrifstofu dómsmálaráðuneytisins og staðgengill ráðuneytisstjóra, á fyrsta starfsdegi Landsréttar.

Aðsetur Landsréttar verður fyrst um sinn að Vesturvör 2 í Kópavogi. Til Landsréttar verður unnt að skjóta úrlausnum héraðsdómstólanna átta og verða úrlausnir hans endanlegar í flestum málum. Í sérstökum tilvikum og að fengnu leyfi Hæstaréttar Íslands má skjóta niðurstöðum Landsréttar til Hæstaréttar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn